Þal völuflikrunnar er hrúðurkennt, reitskipt, reitir í fyrstu oft flatir, síðar kúptir, strendir eða kringlóttir, 0,3-0,8 mm, brúnir, grábrúnir eða gráir, oft hvíthrímaðir. Svart forþal myndar línur og smábletti hér og hvar á milli reitanna, stundum samfellt þannig að þalreitir verða að kringl-óttum flögum. Askhirzlur svartar, 0.2-0.8 mm í þvermál, lítið eitt íhvolfar með þykkri eiginrönd a.m.k. í fyrstu, verða síðar flatar og síðar oft mjög kúptar, og verður eiginröndin þá lítt sýnileg. Askgróin eru tvö í hverjum aski, dökk grá eða grágrænleit, ólífugræn til dökk grænblá á litinn, sporbaugótt, marghólfa múrskipt, 4-6 langsveggir sýnilegir á sniði, stundum með mjög þykkum útveggjum, 40-65 x 18-30 μm.. Askþekjan er dökk rauðbrún, K+ rauðari, askbeður glær, sjaldnar ljós brúnn eða grænblár, 90-150 μm á þykkt, botnþekja dökk brún.
Völuflikra vex á basalti,
oft á klöppum meðfram ám eða við raka, einnig oft á steinvölum sem
liggja á leirflötum eða á sléttum melum. Hún er mjög algeng um land
allt.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ gul eða laxagul, J-.
Innihald: