Þal glóðardumlunnar er móleitt eða hvítleitt, oft mjög þunnt og ógreinilegt, en stundum sæmilega samfellt og fínlega reitskipt, þalreitir 0,2-0,5 mm, flatir eða smávörtóttir. Askhirzlurnar eru rauðgular, gulbrúnar eða gular á litinn, randlausar frá byrjun, meir eða minna kúptar, 0,3-0,8 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, glær, breiðegglaga-sporbaugótt, einhólfa, 7-11 x 5-6 μm. Askþekjan er gulbrún-laxagul, K+ rauð, askbeður gulbrúnn efst, annars glær, undirþekja glær.
Glóðardumlan vex á
klettum einkum þar sem raki er, eða við vatnsfarvegi. Hún er oftast
á móbergi en einnig á hreinu blágrýti. Hún er fremur sjaldgæf en
dreifð um landið. Glóðardumla líkist klappa-dumlu,
en hefur minni og skærlitaðri askhirzlur með ólitaðri undirþekju.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-. Askhirzlur K+ rauðar.
Innihald: