Þal geislagrímunnar
er hrúðurkennt, gulbrúnt, grábrúnt eða bleikbrúnt, stundum hrímað,
óljóst reitskipt í miðju en jaðarinn oft smábleðlóttur með
dökkbrúnni rönd. Dökkbrúnir sveppþræðir mynda rætlinga niður úr
skófinni, og verða þeir mjög áberandi þegar sneið er skoðuð í
smásjá. Askhirslurnar eru dökkbrúnar með þykkri, ljósri þalrönd.
Askarnir hafa átta dökkbrún eða grænleit, tvíhólfa gró.
Geislagríman vex á mold, oft flagkenndum eða mosagrónum jarðvegi á
melum eða yfir móbergi. Hún virðist hafa landræna útbreiðslu,
allvíða á miðju og norðaustanverðu hálendinu, en ófundin annars
staðar.