Þal flatþembunnar er
allstórt um sig (10-15 sm), blaðkennt með þykkum og kúptum, holum
bleðlum sem bera hraufar á neðra borði aftursveigðra bleðlaenda.
Efra borðið er grátt eða grágrænt, stundum lítið eitt gulleitt eða
brúnleitt, oft svartyrjótt eða svart á jaðrinum. Neðra borðið er
svart og gljáandi, krumpað eða með lautum, sumir bleðlaendar brúnir,
hraufurnar gráar. Askhirzlur hafa ekki sést á íslenzkum eintökum.
Þalsvörun: Barkarlag K+
gult, miðlag K- eða K+ brúnt; C-, miðlag KC+ rautt, P+ laxagult.
Innihald: Atranórin,
physódinsýra, physódalinsýra.