Þalið er hrúðurkennt, slitrótt, myndar
flatar, duftkenndar, ljósgrænar eða fagurgrænar, duftkenndar
þalflögur sem eru 1-3 mm í þvermál, eða þá að allt yfirborðið er ein
samfelld hraufa. Stundum sitja flögurnar þétt saman og mynda líkt og
reitskipt þal. Askhirzlur eru svartar, flatar eða lítið eitt
íhvolfar, 0,4-1 mm í þvermál. Gróin eru sex til átta í aski, löng og
spólulaga, 30-45 x 2-4 µm, 6-10 hólfa, glær. Askþekja dökk brún til
grænbrún, askbeður ljós brúnn eða glær, 85-100 µm þykkur, botnþekja
dökk brún. Hraufuskjóma vex á mosagrónum jarðvegi, sinu eða berry
mold, stöku sinnum jafnvel á fúnum viði. Hún er fremur sjaldgæf, en
hefur fundizt dreift um landið.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P-.
Innihald:
Rhizocarpinsýra.
Hraufuskjóma frá Stakkavík í Selvogi 28. júní 2008. Sjá má þrjár askhirzlur hægra megin á myndinni.
Hér má sjá hið langa, spólulaga askgró hraufuskjómunnar.