hefur hrúðurkennt, gult,
afar smátt þal, myndar örsmáa punkta sem hver um sig er um 0,3-0,6
mm í þvermál, yfirborðið kornkennt-vörtótt með örfína, laufkennda
jaðra með ávölum, 0,1-0,2 mm breiðum laufum. Askhirzlur
hlutfallslega stórar, 0,4-0,8 mm í þvermál, rauðgular með ljósari
þalrönd. Gróin átta í aski, sporöskjulaga, 12-15 x 6-8 μm, með þykkum
þvervegg.
Dvergmerlan vex eingöngu á
sjávarklettum, oft í fjörusvertubeltinu og notar oft fjörusvertuna
sem undirlag, eða fylgir sprungum í klettunum. Dvergmerlan virðist
vera fremur sjaldgæf við Ísland, einkum fundin við Suðurströndina
frá Stokkseyrarfjöru vestur í Hvalfjörð.
Þalsvörun: K+ vínrauð, C-, KC-, P-.