er blaðkennd skóf með svartleita eða mógrænleita, kúpta og hálfhnýtta bleðla. Fjallahnútan er ekki algeng, en þó dreifð um allan norður helming landsins. Hún vex á klettum, einkum á stórum staksteinum sem standa hátt, meira til fjalla en á láglendi, mest frá 400 upp í 1100 metra yfir sjó.
Fjallahnútan er oft 5-8 sm í þvermál, lauslega tengd við undirlagið, bleðlar mjóir, 0,3-1,5 mm breiðir, þykkir og kúptir ofan, með hnútum eða þykkildum, óreglulega marggreindir og flæktir, minna á smáþarma. Efra borð er mikið til svart eða dökkgrátt, oft með ljósari grágrænum svæðum, einkum út við jaðarinn, matt eða lítið eitt gljáandi, þétt sett svörtum punktum sem eru munnar á pyttlum sem eru niðurgrafnar í þalið. Neðra borð bleðlanna er svart, með grópum, en engum skýrum rætlingum. Askhirzlur eru disklaga, 2-7 mm í þvermál, ljós brúnar, dökkgráar eða nær svartar með fölari, sléttri rönd. Askar eru með 8 gróum, gróin glær, einhólfa, 7-10 x 5-7 mikron, sporbaugótt.
Þalsvörun: K-, C-, KC+ rauð,
P+ gul.
Innihald: Alectorialinsýra
Fjallahnúta á Skagaheiði vestur af Efra-Nesi á Skaga þann 16. júlí 1990.