Þal skrámuklúkunnar er hrúðurkennt, dökk grábrúnt eða dökk brúnt, afar þunnt, ljósdílótt af upphleyptum hraufum sem eru um 0.2-0.5 mm í þvermál og hvítleitar eða ljósgrænar á litinn. Askhirzlur eru fátíðar, kringlóttar og flatar eða lítið kúptar, 0,4-0,6 mm í þvermál. Þroskaðar askhirzlur ekki séðar á íslenzkum eintökum. Skrámuklúkan vex á berki birkitrjáa eins og vaxklúkan. Hún hefur fundizt bæði á Fljótsdalshéraði og við Ísafjarðardjúp.
Þalsvörun:
K-, C- eða C+ laxagul, KC-, P-.
Innihald: Lobarinsýra stundum til staðar.
Skrámuklúka af birki í Eyjólfsstaðaskógi á Fljótsdalshéraði 25. maí 2001. Ljósu blettirnir eru hraufur.