Þal kvistamerlunnar er hrúðurkennt, afar
þunnt og stundum lítt sýnilegt, eða sem slitróttir þalpunktar á
berki, sjaldnar nær samfellt, þunnt, hvítt þal. Askhirzlur eru afar
smáar, 0,2-0,3 (0,4) mm í þvermál, rauðbrúnar, ryðrauðar eða
gulrauðar á litinn, flatar eða lítið eitt kúptar, með samlitum eða
ljósari barmi. Askar með átta gróum, gróin 9-14 x 4-6 μm. glær,
sporbaugótt eða oddbaugótt, tvíhólfa.
Kvistamerlan er líklega algeng um allt land, a.m.k. á miðhálendinu,
en er svo fíngerð að hún vekur sjaldan athygli. Hún vex einkum á
veðruðum víðikvistum á hálendinu. Hún líkist viðarmerlu í útliti, og
er erfið aðgreiningar frá henni. Viðarmerlan hefur nokkru stærri
askgró og með dekkri lit og barmurinn er nær svartur.
Þalsvörun:
Þalið K-, askhirzlur K+ rauðar.
Innihald: