Auðnakarta
Porpidia soredizodes
er hrúðurkennd flétta sem vex á klettum. Þalið er fremur þunnt,
ljóst, gulbrúnleitt, ryðlitað eða blágrátt, oft blanda úr þessum
litum. Hún hefur engar askhirzlur, en hefur oft mikið af gráleitum,
blágráum eða brúnleitum hraufum, sem eru oftast kringluleitar, eins
og lítið eitt niðurgrafnar í þalið. Auðnukartan líkist í útliti mjög
urðarkörtu, sem einnig er nokkuð algeng á basaltklettum, en greinist
einkum frá henni á neikvæðri J-svörun miðlagsins. Auðnakartan er
trúlega algeng um allt land, ekki sízt til fjalla og á auðnum
miðhálendisins.
Þalsvörun:
Miðlagið K+
gulleitt, C-, KC-, P+ laxagult, J-.
Innihald:
Stictinsýra.