eru runnkennd
flétta og vaxa stofnar þeirra upp af þalhreistrum eins og á mörgum
bikarfléttum. Greinar brekabrodda eru þétt settar hreistrum á
hliðunum, oft mjög veðraðar og með rofnum berki að ofanverðu, eða
opnum sprungum. Lengi tókst að heimfæra þessa fléttu undir neina
þekkta tegund, þótt leitað hafi verið til færustu sérfræðinga í
bikarfléttum. Þess vegna hafði hún lengi aðeins bráðabirgðanafn á
latínu, en hefur nú verið lýst formlega (Bibliotheca Lichenologica
99: 281-286). Hún er fremur sjaldgæf, en vex dreift um landið, þó
ófundin á Vestfjörðum.
Brekabroddar við Dritvík á Snæfellsnesi 15.
júlí 1991.