er ein af
algengustu skófum landsins í mólendi. Hún klæðir að utan
sinustrá, lyngkvisti og mosa. Hún er oft nokkuð stór, og
setur áberandi hvítar skellur á þúfurnar í móunum. Það sem
gerir hana helzt auðþekkta frá öðrum hvítum skófum á þúfum, eru
oddmjóir broddar sem eru oft áberandi utan á henni. Á þeim
þekkist hún þótt askhirzlurnar vanti, en þær eru stórar, gulbleikar
eða drapplitar með þykkum hvítum barmi.
Broddskilma í
Hrafnabjargatungu ofan Svínadals í A.-Hún. 24. júní 2010.
Broddskilma í
Strandhöfn við Vopnafjörð árið 1993.