Þal snúingelgjunnar er hrúðurkennt,
oftast nokkuð dökk brúnt, stundum ljósara, fínlega reitskipt
(0,1-0,2 mm) eða nær slétt. Askhirzlur eru dökk brúnar, flatar í
fyrstu en verða fljót kúptar, 0,2-0,5 μm í þvermál, með þunna,
samlita eiginrönd sem hverfur á mjög kúptum askhirzlum. Gróin eru
átta í hverjum aski, samanvafin í knippi, glær, 4-hólfa, aflöng og
gormlaga, 15-30 x 1,5-2,5 μm. Askþekjan er svargræn eða brúnsvört,
asklagið 35-45 μm þykkt, botnþekja glær eða ljósbrúnleit.
Snúingelgjan vex oftast á klettum, basalti eða móbergi, en getur
einnig vaxið á mold eða kvistum. Líklega algeng um land allt, en
vekur litla athygli.