er örsmá
hrúðurflétta sem vex á veðurbörðum steinum eða klettum. Ef steinninn
stendur mjög áveðurs gegn uppblæstri er fléttan oftast aðeins í
dældum eða loftaugum á steininum, myndar gráleita, gulgráa eða
grábrúna bletti með mörgum smáum (0,1-0,2 mm) askhirzlum sem mynda
grásvartar eða laxagular lautir í þalið. Örugg greining fæst aðeins
með þunnsneið gegn um askhirzluna sem sýnir skálarlaga vef í botni
askhirzlunnar sem gefur bláa svörun með joðlausn. Algeng eða víða um
auðnir Miðhálendisins, virðist gagnstætt flestum öðrum fléttum vaxa
fremur í blásnu landi en annars staðar. Annars óvíst um útbreiðslu.
Firnamara á sýni sem
tekið var á öræfunum nálægt ármótum Svartár og Þjórsár. Myndin
var tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri 3. des. 2005.
Firnamara í návígi, sýni frá Folavatni á
Hraunum 9. sept. 1993.