er nokkuð algeng
flétta sem vex bæði á basalti og móbergi. Hún kann bezt við sig þar
sem loftslagið er rakt, ekki sízt uppi á hálendinu. Kjörlendi
hennar, þar sem hún einnig er algengust, virðist vera á sunnanverðu
hálendi Íslands. Þalið er rjómahvítt á litinn, oft með örlítið
bleikleitum blæ, reitskipt með kúptum reitum og svörtum askhirzlum
sem eru niðurgrafnar í þalið. Grænþörungar eru í hvíta þalinu, en á
milli þalreitanna eru brúnar hnyðlur með blágrænum þörungum.
Blikugláma frá
Hlíðarmúla við Hlíðarvatn, myndin tekin á Náttúrufræðistofnun á
Akureyri þann 28. maí 2009.
Blikugláma frá
Þjórsárbökkum sunnan Skeiðháholts, myndin tekin á
Náttúrufræðistofnun á Akureyri 28. maí 2009.