er að því bezt er
vitað afar sjaldgæf á Íslandi. Hún fannst fyrst 14. apríl 2006 í
hlíð Hleiðargarðsfjalls á milli Hleiðargarðs og Ness í
Eyjafjarðarsveit. Ekki er þó ólíklegt að hún leynist víðar þarna í
nágrenninu. Þetta er blaðkennt flétta með uppblásna, gljáandi, brúna
þaljaðra, en ber töluvert af snepum lengra inn á þalinu.
Snepabreiðurnar springa oft út og mynda hraufur í miðju skófarinnar.
Móaþemban vex í gras- eða lyngmóum í hlíðinni.
Myndin af móaþembu var
tekin 25. apríl 2006 á Náttúrufræðistofnun Íslands,
Akureyri af sýni frá Hleiðargarði.