er lítil,
hrúðurkennd flétta sem vex yfir mosa á freðmýrum og rústum
hálendisins. Þalið er mjög þunnt, ljóst eða hvítleitt, og klæðir
utan mosagreinar. Á því myndast kúptar, brúnleitar askhirslur, oft
með ofurlítið ryðlitaðri áferð. Latneska tegundarheitið dregur
tegundin af því, að askarnir innihalda fjögur gró hver í stað átta
eins og venjulegt er með asksveppi.
Myndin af túndrumerlu er
tekin á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri af sýni sem tekið
var á rústakollum í Múlaveri 15. ágúst 1972.