Þalið blaðkennt, 2-8 mm í
þvermál, bleðlar 0,2-0,5 mm breiðir, ljósgráir eða grábrúnir
(grágrænir í vætu), stundum alldökkir, einkum bleðlaendar, netlaga
mynstur oft til staðar. Dökk brúnir eða svartir randstæðir rætlingar
teygja sig lárétt út frá bleðlunum.
Neðra borð bleðla
hvíttleitt, íhvolft, með hvítum eða ljós brúnum rætlingum.
Askhirzlur svartar, með smátennta, ljósa þalrönd, 1-3 mm í þvermál.
Askar með átta gróum, gróin dökk grænbrún, tvíhólfa, 15-20 (22) x
(6,5) 7,5-9 (11) míkron.
Strandgráman vex á klettum,
basalti eða móbergi, stundum einnig yfir mosum á klettum, mest á
strandklettum eða þar sem áburðar gætir frá fuglum. Hún vex á víð og
dreif í kring um landið, sjaldgæf á Miðhálendinu.
Þalsvörun:
K+gul, C-, KC-, P-.
Innihald:
Atranorin.