Þal ullarskófarinnar myndar
svarta, ullarkennda mottu yfir klettum, oft 10 sm eða meir í
þvermál, sem auðveldlega má losa frá steininum. Greinarnar eru
aðlægar eða lítið eitt uppsveigðar, sívalar, aðal-greinarnar eru
250-300 míkron að þykkt, greinendar 55-80 míkron í þvermál, dökk
brúnar eða svartar. Yfirborðið er matt eða lítið eitt gljáandi, oft
með mörgum hliðstæðum, 100-150 míkron stórum pyttlum á efra borði
greinanna. Askhirslur eru hliðstæðar skífur sem oft eru 5 mm í
þvermál, dökk brúnar eða svartar, mattar, lítið eitt kúptar,
jaðarinn alsettur óreglulegum smágreinum á neðra borði. Gróin eru
átta í hverjum aski, glær, einhólfa, 7-10 x 5-8 micron.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Vottur af atranórin í sumum eintökum.