hefur hreisturkennt
þal, alsett smábleðlum, og vex á moldarkenndum, oft ógrónum jarðvegi
á klettasyllum. Hún má heita nokkuð algeng um land allt. Bleðlarnir
eru grágrænleitir, en stundum sjást svartar askhirzlur á milli
þeirra. Fljótt á litið getur sylluslitran líkst hreisturkenndu
grunnþali sumra tegunda af ættkvíslinni Cladonia, t.d.
skorulaufi,
seltulaufi eða torfubikar. Þessar tegundir hafa þó aldrei svartar
askhirzlur.
Sylluslitra við
Landsenda í Loðmundarfirði árið 1992.