er algeng, gulrauð
flétta sem vex á steinum, klettum, steyptum staurum og veggjum og
víðar. Hún er hrúðurkennd, og er að mestu mynduð af
askhirzlum, en þal lítið áberandi. Þetta er mjög
breytileg tegund, sem eftir er að kanna betur, og er líklegt að þær
fléttur sem nú ganga undir þessu nafni, eigi eftir að skiptast í
fleiri tegundir þegar þær hafa verið rannsakaðar betur. Náskyld
steinmerlu er barkmerla, Athallia pyracea, sem er
nánast eins í útliti, en vex á trjáberki. Skiptar skoðanir
hafa verið um það, hvort um tvær tegundir sé að ræða, eða eina
tegund sem vex bæði á steini og berki.
Steinmerla á steini á
Arnarhóli í Kaupangssveit árið 1996.