er mjög algeng
flétta um allt land, myndar reglulegan bikar á stilk. Bikarinn er
meir eða minna duftkenndur eða kornóttur að utan og innan, og
stundum sitja dökkbrúnar askhirzlur á bikarbörmunum. Hann vex í
mólendi eða í skóglendi á jarðvegi eða kvistum.
Niðri í sverðinum vaxa jarðhreistrur álfabikarsins. Þær eru smáar,
0,5-2 mm, efra borð þeirra grágrænt eða brúnleitt, matt, neðra borð
hvítt. Þalgreinar 8-15 mm háar, með bikar í toppinn. Bikarar 3-5 mm
í þvermál, venjulega einfaldir og reglulegir að gerð, mynda sjaldan
nýja bikara út frá röndunum. Yfirborð þalgreina mjög breytilegt,
ýmist kornkennt, með hraufukornum, með hreistrum eða nakið.
Bikararnir venjulega með misgrófum hraufukornum að innan, kornin
oftast 50-160 µm að stærð. Askhirzlur oftast á greinum
sem vaxa út úr bikarröndunum, 1-2 mm að stærð, pyttlur einnig á
bikarröndunum. Álfabikar inniheldur fumarprótocetrarsýru og gefur P+
rauða svörun.
Álfabikar í skógarborni á Stálpastöðum í
Skorradal 13. ágúst 1989.