Þal blikskófar er allstórt
(10-15 sm), bleðlar oft um 1 sm á breidd, oft fremur þykkir og
stinnir. Efra borð blágrátt eða grábrúnt í þurrki, blágrænt í vætu,
slétt og gljáandi, jaðarinn ofurlítið uppbrettur. Neðra borð ljóst
út við jaðarinn, dekkra innar og brúnsvart nær miðju, æðar fremur
óskýrar, samfljótandi, miðjan oft æðalaus. Rætlingar dökkbrúnir, oft
brúskkenndir, 3-6 mm á lengd. Askhirzlur dökkbrúnar, 3-7 mm í
þvermál, nær svartar, á fremur stuttum hliðarbleðlum.
Askgróin 50-60 mikron löng og 2,5-5 mikron á breidd, glær, bogin og
með fjórum hólfum.
Blikskóf er nokkuð algeng um
land allt frá láglendi upp í 8-900 m hæð, algengari en glitskóf.
Hæst skráð í 950 m hæð í Vonarskarði.
Þalsvörun:
Innihald:
Tenuiorin, methylgýrofórat, gyrófórinsýra.