Þal búlduglætunnar er hrúðurkennt, myndar
stök smálauf eða vörtur, eða þéttar þyrpingar sem oft eru 1-3 mm í
þvermál. Vörturnar eru kringlóttar, flatar, 0,2-0,6 mm í þvermál,
fagurgular eða rauðgular á litinn, þær stærri með laufkennda eða
bogtennta jaðra. Askhirzlur fremur fágætar, dekkri gular eða
karrígular með ljósri þalrönd, flatar, 0,6-1,5 mm í þvermál. Gróin
eru mörg, 20-40 í hverjum aski, glær, einhólfa, sporöskjulaga, 9-12
x 4-5 μm að stærð. Askþekjan er gulbrún á litinn, askbeðurinn glær,
75-95 μm á þykkt, undirþekjan glær. Búlduglætan vex venjulega á
berum jarðvegi eða mold, sjaldnar á mosum.
Hún er nokkuð algeng um allt land, einkum á hálendinu og á
Norðausturlandi.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald: