er afar smávaxin
hrúðurflétta með litlar, gular askhirzlur. Litur askhirzlanna er
nokkuð breytilegur, barmarnir eru ætíð gulir en askþekjan getur
verið allt frá því að vera fagurgul yfir í karrígul eða
gulgræn. Tírólamerlan vex á mosa og sinu yfir grónum jarðvegi. Hún
er oft á mosa uppi á fuglaþúfum eða staksteinum. Þalið er þunnt og
ljóst á litinn, grátt eða hvítleitt.
Myndin af tírólamerlu er
tekin af sýni á Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri 2. janúar
2008.