er aðeins fundin á
örfáum stöðum á Íslandi, en er trúlega algengari en ætla mætti af
því. Hún vex eingöngu við ströndina á klettum eða steinum, einkum
þar sem nokkurt fuglalíf er. Hún líkist nokkuð
klettaglæðu og
strandmerlu í
ytra útliti og vaxtarlagi, sem báðar eru miklu algengari.
Klettaglæðan er þó töluvert rauðari á litinn og hefur stærri og
skýrari bleðla á jaðrinum. Strandmerlan hefur grennri og flatari
bleðla, og er kornótt innan til nær miðju.
Þalmerla á steini við
fjöruna á Görðum á Snæfellsnesi 21. júlí 2005.