er náskyld
hraunbreyskju sem er algeng í öllum hraunum á Íslandi.
Búldubreyskjan hefur aðeins fundizt í hraunum á Suðurlandi, frá
Reykjaneshraunum austur í Skaftáreldahraun. Hún myndar svipaðar
greinar út úr hrauninu eins og hraunbreyskjan, en þalvörturnar
vantar oftast hina dökku laut í miðju sem einkennir hraunbreyskjuna,
og eru þær í stað þess mjög kúptar, eins og útbelgdar, og
skjannahvítar. Mynd vantar enn af vel þroskaðri búldubreyskju, á
myndinni að neðan eru ungir landnemar hennar á hrauninu í Surtsey.
Þessi tegund er lítt þekkt utan Íslands, hins vegar getur verið
álitamál hvort rétt sé að telja hana sjálfstæða tegund, eða afbrigði
af hraunbreyskju.