Þal strengbúlgunnar er í útliti eins og
reitskipt, reitirnir kúptir ofan með smábleðlóttu yfirborði, sem
minnir á blómkálshöfuð. Reitirnir eru grábláir eða grábrúnir á
litinn, grænleitir í vætu, 1,5-3 mm í þvermál, með streng niður úr
sér sem getur orðið 1-2 mm á lengd og greinst niður í undirlagið.
Askhirzlur myndast á reitunum, 0,5-2,5 mm í þvermál, svartar, í
fyrstu flatar en verða síðar kúptar, oft skertar í jaðarinn. Gróin
eru átta í aski, glær, aflöng, bein eða bogin, glær, 15-30 x 3-5 µm
að stærð. Askþekja blágræn, askbeður glær eða ljós blágrænn, 50-60
µm þykkur, undirþekja ljós brún eða glær.