er ein allra
algengasta geitaskófin hér á landi. Hún vex ætíð á grjóti, og
fremur á stórum steinum sem vita hátt, en litlum. Hún er
auðþekkt á randstæðum, svörtum rætlingum, og oft er hún með mörgum,
meir eða minna aðskildum laufum. Neðra borðið er ljóst, oft
nokkuð bleiklitað með ljósum rætlingum. Skeggnaflinn hefur
yfirleitt margar, svartar, snúðlaga askhirzlur á efra borði.
Askhirzlurnar eru stuttstilkaðar og lyftast þannig ofurlítið upp frá
yfirborðinu.