Þal bikarkrókanna er
runnkennt, þalgreinar fremur grannar, 3-7 sm háar, 0,5-1,5 (2) mm
gildar, sívalar, holar innan, gular eða gulgrænar, brúnar í toppinn,
greining mest tvískipt, greinendar raðast stundum í hring og mynda
um 2-3 mm breiðan bikar í toppinn, greinaxlir lokaðar. Yfirborð
þalgreina slétt með þéttu barkarlagi, stundum lítið eitt gljáandi.
Askhirzlur hafa ekki sést hér á landi, pyttlur brúnar, á
greinendunum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC+ gul, P-.
Innihald:
Usninsýra og barbatinsýra.
Bikarkrókar á Spákonufellsborg á Skaga árið 1996.
Bikarkrókar í Hrafnabjargatungu ofan Svínadals, A.-Hún. 24. júní 2010.