Þal flagamórunnar er
fínlega blaðkennt, um 2-4 sm í þvermál, randbleðlar 0,3-1 mm
breiðir, mikið greindir, ljós- eða dökkbrúnir, oft gráhrímaðir ofan
og oft með dökk brúnum, hnattlaga snepum meðfram jöðrunum, sem
stundum mynda þéttar þyrpingar. Askhirzlur eru sjaldséðar, dökk
brúnar með greinilegri þalrönd. Askarnir hafa átta gró, gróin
tvíhólfa, brún, 15-22 x 7-12 míkron að stærð.
Flagamóran vex á berum
jarðvegi, sjaldnar yfir mosum eða á
klettum. Mjög algeng um allt land,
en lítt áberandi.
Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Engar fléttusýrur
þekktar.
Flagamóra við Landsenda utan við Nes í Loðmundarfirði sumarið 1992.
Hér vex flagamóran á kletti á Arnarhóli í Eyjafjarðarsveit, 4. apríl 2014.