Þal
mærudoppunnar er hrúðurkennt, reitskipt, gulgrænt á
litinn, vex yfir þal af torfmæru, og myndast að hluta af þali hennar
sem litast þá gulgrænt. Þalreitir 0,2-0,8 mm í þvermál, kúptir.
Askhirzlur mattsvartar, kúptar eða hálfkúlulaga, í fyrstu með
svartri eiginrönd sem fljótt hverfur, 0,3-0,8 mm í þvermál, renna
stundum margar saman í eitt. Gróin eru átta í aski, dökk brún,
tvíhólfa, breiðsporbaugótt, stundum aðeins samandregin í miðju, 9-16
x 5-9,5 µm. Askþekjan grásvört til dökk brún, askbeðurinn glær eða
því sem næst, 45-55µm á þykkt, botnþekjan dökk brún.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ laxagul.
Innihald:
Ekki þekkt.
Myndin af mærudoppu er tekin uppi á Miðdalsfjalli við Laugarvatn 14. júlí 2012. Ljósa þalið er hýsillinn, torfmæra, en gulgrænt með svörtum askhirzlum er þal mærudoppunnar.