Þal þúfubikarsins er
runnkennt, þalgreinar um 3-6 (10) sm langar og 0,5-1,5 mm þykkar,
grænleitar neðan til en brúnar efst, lítið greindar nema neðst,
uppréttar, oddmjóar og sumar enda í bikar. Bikarar eru um 3-5 mm
breiðir, oft tenntir á börmunum af pyttlum, eða með stuttum greinum
út úr börmunum, sem oft enda á askhirzlum. Bikarar og greinaxlir eru
lokaðar. Askhirzlur eru endastæðar á greinoddum eða á greinum
bikarbarmanna, kúptar, dökk brúnar, 1-3 mm í þvermál. Askar eru með
átta gróum, gróin glær, einhólfa, lítið eitt bogin, 12-18 x 2,2-3
míkron að stærð.
Þalsvörun:
K-, eða ógreinilega brún, C-, KC-, P+ rauðgul.
Innihald:
Fumarprotocetrarsýra, oft í miklu magni.
Þúfubikar í Goðalandi í Þórsmörk þann 26. júní árið 1988.
Þúfubikar í
Reykjaseli í Fnjóskadal 18. júní 2012