eru algeng flétta á
Íslandi frá láglendi upp á hæstu fjöll. Þau vaxa gjarnan uppi á
hæðum og toppum, oftast í mosa eða á grónum jarðvegi. Þau er
snjóhvít á litinn, greinarnar liggja gjarnan í sverðinum, oddmjóar
og oft bogsveigðar eins og ormar væru. Stöku sinnum vaxa greinarnar
upp í loftið og eru uppréttar. Ormagrösin hafa aldrei sést með
askhirzlum, hvorki á Íslandi né annars staðar og er því ekki vitað
hvar þau eiga heima í plöntukerfinu.