Þal viðardoppunnar er hrúðurkennt,
stundum mjög þunnt og nær slétt, eða þykkara og smávörtótt, grátt,
grágrænt eða grábrúnt. Ætíð er mikið af disklaga askhirzlum á henni,
þær eru svartar, 0,2-0,6 mm í þvermál, með fremur þunnri, en oft
greinilegri eiginrönd, verða stundum kúptar án sýnilegrar randar.
Askar með átta gróum, gróin eru 10-15 x 6-8 μm, brún, tvíhólfa með
þykkum miðvegg?. Askþekja dökk brún, botnþekja einnig dökk brún.
Viðardoppan vex ýmist á grjóti, fúnum viði, eða á berki trjáa og
fjalldrapa, stöku sinnum á mosa grónum jarðvegi. Hún líkist
viðarflíru í útliti, þalið er þó oft dekkra eða brúnleitara,
askhirzlur minni, eiginrönd askhirzlna ekki eins áberandi, þalsvörun
með K og C báðar neikvæðar.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P-.
Innihald: Engar
fléttusýrur þekktar.