er allstór
hrúðurflétta sem vex uppi á klettum. Hún hefur grábrúnt til
dökkbrúnt þal með þéttum breiðum af dökkbrúnum askhirzlum með
ljósbrúnni þalrönd. Yfirborð hennar allrar hefur sérstakan vaxgljáa.
Grjótambran er algeng um allt land. Taldist áður lengi til
törguættar undir nafninu Lecanora badia.
Grjótambra í Gálgahrauni
á Álftanesi 28. maí 1987.
Grjótambra í návígi í
Karlsskála við Reyðarfjörð 24. júlí 1991.