Þal mókrókanna er runnkennt
2-5 sm á hæð, þalgreinar 0,5-2 mm breiðar, marggreindar en án
bikars. Greining er mestmegnis tvískipt, endarnir oft þríklofnir,
greinaxlir opnar. Þalgreinar eru grænbrúnar, grágrænar eða brúnar,
yfirborðið oft slétt, eða vörtótt af þörungum sem rísa upp í
yfirborðið, oft með fáeinum hreistrum neðan til. Askhirzlur eru á
greinendunum, 0,2-1 mm í þvermál, brúnar.
Þalsvörun:
K- (eða lítið eitt brúnleitt), C-, KC-, P+ gulrauð.
Innihald:
Fumarprotocetrarsýra.