Þalið er hrúðurkennt, með þéttstæðum,
hvítleitum þalflögum eða reitum sem eru 0,2-0,5 mm í þvermál, með
kúptu eða flötu yfirborði. Sléttar, brúnar hnyðlur má sjá hér og hvar á milli
þalreitanna. Askhirzlur eru svartar, í hæð við þalið, vel kúptar og
randlausar, 0,5-1,2 mm í þvermál. Gróin eru átta í aski, 9-14 x 4-6
µm að stærð, flest einhólfa en sum tvíhólfa, sporöskjulaga-aflöng,
glær. Askþekjan er grænsvört, asklagið 40-55 µm, grágrænt ofan til en
brúnleitt neðst, undirþekjan er mjög þykk, rauðbrún til brún, K+
purpurarauð eða fjólublá. Fjallakúpan vex á mosagrónum jarðvegi, oft
fremur til fjalla. Hún er ekki algeng, einna helzt á sunnanverðu
Miðhálendinu og á Austurlandi.
Þalsvörun: K-, C-,
KC-, P-.
Innihald: Engin
þekkt.
Fjallakúpa frá Hnífá í Þjórsárverum 3. ágúst 1971. Myndin er tekin á Náttúrufræðistofnun á Akureyri í marz 2013.
Hér má sjá askgró fjallakúpu