Þal klappamórunnar er blaðkennt, 2-5 sm í
þvermál. Randbleðlar hennar eru
0,5-1,5 mm breiðir, flatir eða lítið eitt kúptir,
greindir. Efra borðið er brúnt, matt. Neðra
borðið er dökk brúnt eða svart, með dökkum
rætlingum. Askhirzlur eru oftast til staðar,
dökkbrúnar eða svartbrúnar, 0,5-1,5 mm í þvermál, lítið eitt
íhvolfar eða flatar ofan, með þykka, ljósari þalrönd. Askar
eru með átta gróum.
Gróin eru brún með ólífugrænum blæ, tvíhólfa, 15-22
x 8-11 míkron.
Klappamóran vex á klettum í
raka, einkum í árgljúfrum, meðfram ám eða nálægt fossum, að jafnaði
fremur stutt frá rennandi vatninu. Hún er fremur sjaldséð, helzt
fundin um norðanvert landið.
Þalsvörun: K-,
C-, KC-, P-.
Innihald:
Zeorin