Þalið hrúðurkennt, þykkt,
hvítt eða hvítgrátt, reglulega reitskipt, reitir 0,5-1,5 mm í
þvermál, yfirborð matt eða lítið eitt vaxkennt, smáhrufótt, forþal
svart. Askhirzlur ætíð margar, svartar, rísa lítið eða ekkert upp úr
þalinu, 0,6-1,5 mm í þvermál, oft mjög þéttstæðar, stundum margar
samgrónar, hornóttar eða kantaðar, stakar askhirzlur stundum
kringlóttar, eiginrönd fremur þunn en oftast þó greinileg, Askar með
átta gróum, gróin 8-10 x 5-6 μm að stærð, glær, sporöskjulaga,
einhólfa. Askþekja svört eða svarbrún, askbeður og undirþekja glær,
eiginrönd svört utan með en glær í miðju.
Skáksnurðan vex á basalti og virðist vera mjög algeng um allt land.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P-.
Innihald:
Confluentinsýra.