er allstór, hvítleit eða fölgrá skóf, sem vex á klettum. Hún er nær alltaf með askhirzlum sem þekja yfirborð hennar meir eða minna. Askhirzlurnar eru oftast samlitar skófinni, eða með lítið eitt gulbrúnum blæ. Frá kóralskán og mjólkurskilmu þekkist hún bezt á askhirzlunum, og hún er heldur ekki eins skjannahvít og þær.
Þal klappaskilmunnar er hrúðurkennt,
rjómahvítt til gráhvítt, stórt um sig, oft 10-15 sm,
vörtótt-reitskipt, þalreitir 0,5-1,5 mm, kúptir eða flatir, jaðarinn
oft ljósari, mjótt blásvart forþal. Askhirzlur nær ætíð til staðar,
samlitar þalinu, 1,5-3 mm í þvermál, með þykkri þalrönd, asklagið
kornótt-hrímað, venjulega gráhvítt, stundum með aðeins bleikgráum
blæ. Gróin eru átta í aski, sporöskjulaga, einhólfa, glær, 34-54 x
22-30 µm að stærð. Askþekjan er glær, askbeður 180-220 µm þykkur,
glær, undirþekjan glær. Klappaskilman vex á klettum og hrauni, oft
fremur við sjávarsíðuna. Hún er algeng allt í kring um landið
meðfram ströndinni, oft lengra inni í landi einkum á Suður- og
Vesturlandi, fátíðari inni í landi annars staðar.
Þalsvörun: K-, miðlag
C+ rautt, barkarlag C+ gult eða C-, KC+ rautt, P-.
Innihald:
Gyrophorinsýra, variolarinsýra.
Klappaskilma á fjöruklettum við Hvalsárgrind í Steingrímsfirði 26. ágúst 1989.
Klappaskilma í návígi við Rauðsdali á Barðaströnd 5. júlí 2013.