er hrúðurflétta sem
vex á klettum við fjöru og er nokkuð algeng kring um landið. Þalið á
henni er gulbrúnt eða ljósgulgrátt á litinn, með hrúðurkenndu þali
en sums staðar ofurlítið laufkenndum eða bogtenntum jöðrum, myndar
stundum smárósettur. Bleðlarnir eru oft lausir frá undirlaginu og
brotna þá auðveldlega af, sömuleiðis askhirzlurnar sem eru brúnar
með þallitum jaðri, þær sitja stundum á fremur mjóum fæti. Sérstæð
fyrir tegundina er gulrauð svörun á þali fyrir kalsíumoxýklóríði
(Chlorox), og þekkist hún bezt á henni frá líkum tegundum. Þetta er
hánorræn tegund og því algengari við norðurströndina en annars
staðar á landinu, vex einnig á Grænlandi, heimskautasvæðum Kanada og
á Svalbarða.
Herpitarga á
rannsóknastofu Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri árið
2003.