er fagurgul
hrúðurflétta sem er afar algeng um allt land, bæði á láglendi og
hátt til fjalla. Hún vex bæði á grjóti, sinu, trjám og viði.
Hún er oft afar lítil vexti, stundum dreifðar askhirzlur á grjótinu,
en myndar stundum nokkuð þéttar breiður á viði eins og myndin hér
sýnir. Þar sem viður hefur legið nægilega lengi úti, til að
fléttur fari að vaxa á honum, er toppaglæta ætíð á meðal þeirra
tegunda sem á honum vaxa. Á myndinni má einnig greina
viðardoppu (svartar askhirzlur) og vaxtörgu (ljósgulhvít).
nbsp;
Toppaglæta á gamalli
spýtu á Arnarhóli í Kaupangssveit árið 1998.