Þal grákrókanna er runnkennt
og marggreint, oft þrjár til fjórar greinar á greinamótum,
greinaxlir opnar, greinar 1-1,5 mm þykkar, sívalar, holar, gráar,
blágráar eða stundum brúnleitar með fjólubláum blæ, greinendar oft
sveigðir til einnar hliðar, brúnleitir í toppinn. Yfirborð greinanna
er lítið eitt floskennt, án greinilegs barkarlags, þyrpingar þörunga
oft sýnilegar utan frá og mynda ofurlítið vörtótt yfirborð neðan til
á þalgreinunum. Hreistrur sjást aldrei á grákrókum. Askhirzlur eru
endastæðar á greinunum, smáar, um 0,2-0,6 mm í þvermál, brúnar,
kúptar.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ gulrauð.
Innihald:
Atranórin, Fumarprotocetrarsýra.