Þalhreistrur tildurbikarsins eru smáar til meðalstórar, 4-10 x 1-5 mm, dökk grænar, grænbrúnar eða brúnar, jaðarinn tenntur eða djúp-skertur, 1-3 sm háar þalgreinar með bikar vaxa upp af þalhreistrunum. Bikarinn myndar sprota upp úr miðju sem oft mynda nýjan bikar, og geta þannig myndast nokkrir bikarar í röð hver upp úr öðrum. Yfirborð þalgreinanna er nokkuð slétt og samfellt, grágrænt, brúngrænt eða brúnt, stundum geta bikararnir rifnar langs eftir, eða myndað fáeinar hreistrur á jaðrinum. Askhirzlur eru dökk brúnar, myndast eins og pyttlurnar á bikarbörmunum eða á sprotum bikarmiðjunnar. Askar eru með átta gróum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P+ rauðgul.
Innihald:
Fumarprótocetrarsýra.
Tildurbikar uppi á Krosskletti við Kjarnaskóg, Akureyri, 18. marz 2006.
Tildurbikar í Eyvindarárdal við Egilsstaði 29. júní 2010.