Þalið er hrúðurkennt, hvítt eða ljós grátt,
sums staðar reitskipt, en slétt með köflum, eða reitir flagna af.
Þalreitir 0,2-0,6 mm í þvermál, matter, forþal lítið áberandi, grá
eða svört lína á jaðrinum. Askhirzlur svartar eða svarbrúnar, 0,6-1
mm í þvermál, flatar ofan með allþykkum, gráhéluðum eða hvitleitum
barmi, rísa lítið upp frá þalinu, liggja oft nokkrar saman í beinum
eða bognum röðum. Gróin eru átta í hverjum aski, glær, marghólfa
múrskipt, 25-45 x 12-19 µm að stærð. Askþekjan er svarbrún til dökk
blágræn, asklagið glært, botnþekjan dökkbrún-rauðbrún. Hringflikran
vex einkum á basalti í giljum eða öðrum fremur skuggsælum stöðum.
Hún er fremur sjaldgæf, fundin á nokkrum stöðum dreift um landið.
Tegundin hefur einnig gengið undir nafninu Rhizocarpon concentricum.
Þalsvörun: K- eða +
gul, C-, KC-, P- eða + rauðgul, J-.
Innihald:
Stictinsýra.
Hringflikra frá Jökulsárgili vestra í Skagafirði sunnan Laugarhöfða. Sýnið frá 1. ágúst 2000, myndin tekin á Náttúrufræðistofnun 2013.