hefur hrúðurkennt þal,
oftast dökkgrátt, sjaldnar gráhvítt, allþykkt og gróft, reitskipt,
reitir 0,5-1,5 mm í þvermál. Askhirzlur skífulaga, flatar eða lítið
eitt kúptar, rauðbrúnar eða ryðbrúnar á litinn, oftast 0,5-1 mm í
þvermál, stundum upp í 2 mm, með greinilegum, oft gljáandi barmi,
þær stærstu óreglulega innskornar. Gróin átta í aski,
oddbaugótt-sporbaugótt, 14-17 x 7-9,5 μ að stærð, tvíhólfa með
þykkum millivegg. Askþekjan er rauðbrún, asklagið og undirþekjan
glær.
Ryðmerlan vex á
basaltklettum eða móbergi. Hún er algeng á
sunnanverðu landinu, en finnst ekki á Norðausturlandi.
Þalsvörun:
Askhirzlur K+ vínrauðar, þalið C-, KC-, P-.
Ryðmerla á Hróarsholtsklettum í Flóa, sýni frá árinu 1967.
Ryðmerla á kletti við Hestgerði í Suðursveit.
Askgró af ryðmerlu