er hrúðurflétta
sem vex á sinu eða mosa á jarðvegi. Þalið er þunnt, ljósgrátt eða
grábrúnt. Askhirzlur eru svartar 0,8-1,7 mm í þvermál, með upphleyptri svartri rönd sem er
nokkuð reglulega skörðótt. Askgróin eru glær, aflöng, 15-20 x
4-5 µm að stærð, fjórhólfa.
Askþekjan er brún, askbeðurinn glær, botnþekjan dökk brún. Skerðiröndin er sjaldgæf á Íslandi eftir því sem bezt er vitað,
hefur fram að þessu aðeins fundizt á tveim stöðum sem báðir eru á
Snæfellsnesi.
Skerðirönd frá Dritvík á Snæfellsnesi. Sýni
sem safnað var af Svanhildi Svane