er mjög algeng
flétta um allt land, bæði á láglendi og hátt til fjalla. Hún vex
mest í mólendi og í grónum hlíðum. Hún myndar upprétta stofna með
greinum sem eru alsettar gráum þalvörtum. Þalvörturnar snúa ætíð
meira til sömu hliðar, þannig að fram kemur bakhlið og framhlið á
greinunum. Askhirzlur vantar oft, en eru dökkbrúnar, allstórar og
endastæðar.
Grábreyskja í Reithólum
í Hlíðarfjalli við Akureyri í ágúst árið 1962. Þarna er
grábreyskjan í grasvíðidæld, án askhirzlna