er ein af allra
algengustu fléttum á Íslandi. Hana má finna á flestum stærri steinum
og klettum. Hún vex eingöngu á grjóti. Hún er grá á litinn með
reitskiptu þali. Gráskorpan hefur litlar, svartar askhirzlur sem
rísa ekki upp úr þalinu, heldur eru í hæð við það eða eilítið
niðurgrafnar. Gróin eru einhólfa, tiltölulega stór og þykkveggja
miðað við flestar aðrar hrúðurfléttur. Gráskorpa líkist í útliti
mjög náttskorpu, en er heldur ljósari á litinn, og gefur ætíð í
fyrstu gula og síðan rauða svörun með KOH.
Gráskorpa. Báðar myndirnar
teknar 28. maí 2009 á Náttúrufræðistofnun á Akureyri.